Umferðarsíur á RHnet
Þegar aðilar að RHnet setja upp síur á umferð sína til og frá RHnet ("jaðar-eldveggi")
þarf að hafa eftirfarandi í huga:
Athugið að afleiðing af rekjanleikakröfu í tengireglum RHnet þurfa þeir sem
nota NAT ("Network Address Translation") að sjá til þess að haldnar séu nákvæmar
skrár yfir hvaða notendur eru tengdir hverri útværri IP tölu á hverjum tíma.
Aðveldasta leiðin til að gera þetta er að nota "one-to-one" NAT þannig að notendur
komi út á eigin IP tölum.
Netstjórn RHnet getur þurft að rjúfa netsamband aðila með litlum sem engum
fyrirvara ef um slæma misnotkun er að ræða (sem truflar aðra notendur netsins),
en það er gert með þvi að loka aðkomu viðkomandi IP tölu að RHnet. Ef heil stofnun
kemur öll út á einni IP tölu geta afleiðingar orðið óþarflega slæmar.