Stofnsamningur
fyrir Rannsókna- og háskólanet Íslands hf. (RHnet)
-
Stofna skal hlutafélag sem ætlað er að tengja íslenska háskóla og
rannsóknar-stofnanir saman um tölvunet og annast þjónustu á sviði
tölvusamskipta, hvort sem er innanlands eða alþjóðlega. Rannsóknar- og
háskólanet (RHnet) er sett á laggirnar með það að markmiði að efla
möguleika íslenska háskóla- og rannsóknarsamfélagsins til samskipta,
bæði inn á við og út á við.
-
Stofnendur RHnets eru:
- Háskóli Íslands, kt. 600169-0399, við Suðurgötu, 101 Reykjavík
- Háskólinn í Reykjavík, kt. 621199-2699, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
- Háskólinn á Akureyri, kt. 520687-1229, Sólborg, 600 Akureyri
- Kennaraháskóli Íslands, kt. 690169-2159, við Stakkahlíð 105 Reykjavík
- Listaháskóli Íslands, kt. 421098-4099, Skipholti 1, 105 Reykjavík
- Landbúnaðarháskólinn Hvanneyri, kt. 500169-3899, Hvanneyri, 311
Borgarnes
- Viðskiptaháskólinn Bifröst, kt. 550269-0239, Bifröst, 311 Borgarnes
- Hólaskóli, kt. 500169-4359, Hólum í Hjaltadal, 551 Sauðárkrókur
- Garðyrkjuskóli ríkisins, kt. 570169-4249, Reykjum, 810 Hveragerði
- Landspítali-háskólasjúkrahús, kt. 500300-2130, Eiríksgötu 5, 101
Reykjavík
- Norræna eldfjallastöðin, kt. 701073-0299, Grensásvegi 50, 108
Reykjavík
- Iðntæknistofnun Íslands vegna rannsóknarstofnana á Keldnaholti,
kt. 670279-0149, Keldnaholti, 112 Reykjavík
- Hafrannsóknastofnunin, kt. 590169-4989, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík
14.
- Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, kt. 530269-3539, Skúlagötu 4, 101
Reykjavík
-
Nafnverð hlutafjár félagsins skal vera kr. 53.850.000,- og leggja
stofnendur þá fjárhæð fram í reiðufé við stofnun þess, þó þannig að
hluti af stofnframlagi Háskóla Íslands fellst í fjármögnun á
undirbúningi að stofnun félagsins sem og til kaupa á tækjum og búnaði,
en framlag þetta telst vera um kr. 18.000.000,- sbr. meðfylgjandi
skýrslu um útlagðan kostnað.
Stofnendur skrifa sig fyrir hlutafé sem hér segir:
- Háskóli Íslands kr. 45.000.000,-
- Háskólinn í Reykjavík kr. 2.500.000,-
- Háskólinn á Akureyri kr. 1.000.000,-
- Kennaraháskóli Íslands kr. 1.000.000,-
- Listaháskóli Íslands kr. 500.000,-
- Landbúnaðarháskólinn Hvanneyri kr. 250.000,-
- Viðskiptaháskólinn Bifröst kr. 250.000,-
- Hólaskóli kr. 100.000,-
- Garðyrkjuskóli ríkisins kr. 50.000,-
- Landspítali-háskólasjúkrahús kr. 2.500.000,-
- Norræna eldfjallastöðin kr. 100.000,-
- Iðntæknistofnun Íslands o.fl. kr. 400.000,-
- Hafrannsóknastofnunin kr. 100.000,-
- Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins kr. 100.000,-
Samtals kr. 53.850.000,-
-
Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum sem stofnfundur kýs. Einnig
skal kjósa jafnmarga stjórnarmenn til vara auk endurskoðanda. Stjórn
kosin af stofnfundi situr til fyrsta aðalfundar.
-
Kostnaður við stofnun félagsins greiðist úr félagssjóði, en áætlað er
að kostnaður þessi nemi 150.000,- kr.
-
Samþykktir félagsins eru hluti af stofnsamningi þessum.
Reykjavík, 24. janúar 2001